Varja er ung stúlka sem heimsækir unnusta sinn á vígvöllinn í stríði Rússa og Tyrkja 1877. Þar kynnist hún ungum og snjöllum lögreglumanni, Fandorin að nafni.

Varja, sem er áræðin kvenréttindakona, flækist með Fandorin inn í undarlegt njósnamál þar sem hún kynnist flóknu tafli stórveldanna á Balkanskaga. Um leið verður sérhver maður sem verður á vegi Vörju ástfanginn af henni.