Uggur og andstyggð í Las Vegas: villimannlegt ferðalag að hjarta ameríska draumsins
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2017 | 269 |
|
||
Rafbók | 2017 | 490 kr. |
Uggur og andstyggð í Las Vegas: villimannlegt ferðalag að hjarta ameríska draumsins
490 kr. – 990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2017 | 269 |
|
||
Rafbók | 2017 | 490 kr. |
Um bókina
Uggur og andstyggð í Las Vegas er ein af lykilbókum hippatímans og höfundur hennar, Hunter S. Thompson, ein af helstu táknmyndum þess skeiðs í Bandaríkjunum. Frá fyrstu blaðsíðu er lesandinn á fleygiferð með sögumanni og lögfræðingi hans sem eru komnir til Las Vegas til að skrifa um kappakstur og sækja síðan lögregluráðstefnu um varnir gegn eiturlyfjum. Þeir aka um eins og brjálæðingar, atast í fólki, lifa eins og greifar á fínum hótelum og lenda stöðugt í árekstrum við umhverfið; skynjun þeirra bjöguð af þrotlausri neyslu á sýru, meskalíni, sveppum, áfengi og þaðan af undarlegri vímuefnum.
Hunter S. Thompson (1937–2005) varð frægur fyrir „gonzo“-blaðamennsku sína sem var persónuleg útfærsla hans á nýjum straumum í þeirri grein en skrif hans og skrautlegur lífsstíll gerðu hann að goðsögn í lifanda lífi. Uggur og andstyggð er skrifuð 1971 en árið 1998 var gerð eftir henni vinsæl kvikmynd með Johnny Depp í aðalhlutverki.
Jóhannes Ólafsson þýðir bókina og skrifar eftirmála.