Um Snorra Eddu og Munkagaman

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2016 284 4.490 kr.
spinner

Um Snorra Eddu og Munkagaman

4.490 kr.

Um Snorra Eddu og Munkagaman
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2016 284 4.490 kr.
spinner

Um bókina

Í Um Snorra Eddu og Munkagaman eftir Sveinbjörn Rafnsson prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands eru nokkrar athuganir á tveimur mikilvægum ritum íslenskrar miðaldamenningar.

Í fyrri hluta bókarinnar er fjallað um Snorra Eddu. Litið er til textavarðveislu, innskota í texta og sögulegs samhengis. Þá er hugað að ritmenningu þeirri sem hún er sprottin úr, ekki síst forsendum og heimildum þeim sem ekki eru beinlínis nefndar í sjálfum texta hennar. Koma þar meðal annars við sögu forn rímfræðileg og stjörnufræðileg rit, svo og suðrænar goðsögur þýddar úr latínu.

Í síðari hluta bókarinnar er gefinn út íslenskur texti Munkagamans (Joca monachorum), en það er safn spurninga og svara, eins konar gátusafn, sem menn hafa haft sér til fræðslu og gamans víða um lönd allt frá ármiðöldum. Íslenski textinn á sér ævafornar rætur og eru gerðar við hann athugasemdir. Munkagaman hefur haft áhrif á gerð Snorra Eddu og Egils sögu Skalla-Grímssonar og ef til vill fleiri fornra íslenskra rita.

Eftir Sveinbjörn Rafnsson liggja fjölmörg rit, m.a. Páll Jónsson Skálholtsbiskup – nokkrar athuganir á sögu hans og biskupsstjórn (1993), Sögugerð Landnámabókar – um íslenska sagnaritun á 12. og 13. öld (2001), Ólafs sögur Tryggvasonar – um gerðir þeirra heimildir og höfunda (2005) og Af fornum lögum og sögum – fjórar ritgerðir um forníslenska sögu (2011).

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning