Höfundur: Grant, Leigh

Byggingar og mannlíf á gullöld Rómaveldis birtast hér í skemmtilegri fellimyndabók, Undraheimar Rómar í nýju ljósi. Hér gefur að líta raunsannar myndir af Rómatorgi, musterum, öldungaráðinu, dómstólum og hringleikahúsinu Kólosseum þar sem æstur almúgi horfði á skylmingsþræla berjast til síðasta manns.

Fellimyndir sýna svo ekki verður um villst að Róm var hávaðasöm, yfirfull og umfram allt spennandi borg.