Upp með fánann!

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2012 343 2.065 kr.
spinner

Upp með fánann!

2.065 kr.

Upp með fánann
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2012 343 2.065 kr.
spinner

Um bókina

Alþingiskosningarnar 1908 voru sögulegar og örlagaríkar. Kosningabaráttan var óvægin og einkenndist af svikabrigslum. Stóra kosningamálið var sambandslagafrumvarp, uppkastið, en ýmsir óttuðust að með því yrði Ísland innlimað í Danmörku fyrir fullt og allt og útlendingum greidd leið til yfirráða yfir auðlindum þjóðarinnar. Sjálfstæði eða innlimun? Þessi spurning brann á Íslendingum.

Kosningaþátttaka sló öll met og aldrei áður höfðu svo fjölmennir stjórnmálafundir verið haldnir hérlendis. Höfuðskáld þjóðarinnar og Vestur-Íslendingar blönduðu sér í baráttuna en í aðalhlutverkum voru nokkrir af litríkustu stjórnmálamönnum fyrri ára: Hannes Hafstein, Skúli Thoroddsen, Björn Jónsson í Ísafold, Bjarni Jónsson frá Vogi og fleiri.

Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur hefur pælt í gegnum mikið magn heimilda um efnið, landsmálablöð, tímarit, sendibréf og gögn í danska ríkisskjalasafninu sem ekki hafa áður verið nýtt af íslenskum sagnfræð­ingum, meðal annars dagbækur forsætisráðherra Danmerkur og óprent­aðar fundargerðir millilandanefndarinnar sem samdi uppkastið. Þessar heimildir bregða nýju og óvæntu ljósi á mikilvægan þátt í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.

Upp með fánann! hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2012 og til Hagþenkisverðlaunanna. Gunnar Þór hlaut Menningarverðlaun DV í flokki fræða fyrir bókina.

„Á engum einum stað hefur baráttan um Uppkastið verið greind með viðlíka hætti. Auk þess er textinn firnavel skrifaður. … Hún verður klassísk bók um Uppkastið og sjálfstæðisstjórnmálin; bók sem stjórnmálafræðingar, stjórnmálafræðinemar og allir áhugamenn um íslenska stjórnmálasögu eiga að lesa.“
Ólafur Þ. Harðarson / Stjórnmál og stjórnsýsla

****
Gunnar hefur skrifað vandaða bók um áhugaverðan kafla í sögu þjóðarinnar. Að baki henni liggur greinilega mikil vinna. Hann lýsir skoðunum sínum á mönnum og málefnum, en passar um leið að færa skýr rök fyrir afstöðu sinni. … Þetta er mjög fróðleg bók.
Egill Ólafsson / Morgunblaðið

„Merkisbók um merkistíma.“
Egill Helgason / Silfur Egils

„… fagnaðarefni fyrir alla sem áhuga hafa á íslenskri sögu og stjórnmálasögu sérstaklega. Hún er vönduð að öllum frágangi, höfundi og útgefanda til sóma. … {lesandinn] er leiddur áreynslulaust um refilstigu flókinna átaka sem verða eins og opin bók að lestri loknum.“
Björn Bjarnason / Þjóðmál

„Hann … segir þá sögu á mjög skemmtilegan og lifandi hátt og dregur einnig upp mynd af íslensku þjóðlífi á þessum tíma. … ég hvet alla sem vilja kynna sér Íslandssöguna og þennan þátt í henni, sem er mjög merkur, til að lesa þessa bók …“
Björn Bjarnason / ÍNN

 

Tengdar bækur

1.490 kr.5.990 kr.
Þegar siðmenningin fór fjandans til
1.290 kr.6.890 kr.

INNskráning

Nýskráning