Höfundar: Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, Aðalsteinn Örn Snæþórsson

Tilvalin bók fyrir foreldra, afa, ömmur og aðra sem vilja kynna börnum náttúru Íslands.

Umhverfis- eða náttúrutúlkun er óformleg fræðsla þar sem leitast er við að varpa ljósi á merkingu, skyldleika og tengsl hlutanna með upplifun, fremur en beinni miðlun staðreynda. Markmið með útgáfu bókarinnar Upplifðu náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs með barninu þínu, er að hvetja foreldra og börn til að kanna í sameiningu þennan skemmtilega heim sem náttúran okkar er.

Í Ásbyrgi og Skaftafelli eru stór tjaldsvæði sem henta vel fjölskyldum. Í nágrenni þeirra er fjölbreytt náttúra og áhugaverð saga sem foreldrar og börn munu njóta þess að skoða með aðstoð þessarar bókar.