Fimmtán Bretar berjast fyrir lífi sínu í miskunnarlausu brimróti á togaranum Dhoon, sem er standaður undir klakabrynjuðum veggjum Látrabjargs. Þeir eiga aðeins eina von – að fátækur bændur í nálægum bæjum bjargi þeim með því að síga með frumtæðum búnaði niður flughált og himinhátt bjargstálið. Hvernig á þá að koma heilli aðframkominni áhöfn alla leið upp á brún þegar skammdegismyrkrið ríkir í sautján klukkustundir á sólarhring? Kraftaverk þarf til.

Bresku skipbrotsmennirnir telja útilokað að nokkrum manni detti í hug að síga þarna niður. Við fylgjumst með þegar Íslendingarnir birstast óvænst og draga þá upp í stórgrýtið í björgunarstól. Bretarnir missa síðan alveg móðinn þegar þeim verður ljóst að þeir verða sjálfir að fara upp himinhátt bjargið í köðlum.

Í miðri björgun verður að hætta þegar myrkur skellur á. Þá verður enn ein þrekraunin ekki umflúin – björgunarmenn verða að gista í miðju bjargi, á Flaugarnefi, með sjö skipbrotsmönnum meðan þrír Íslendingar bíða með fimm þeirra niðri í fjörunni þar sem ógurlegt brimið svara við fætur þeirra. Það flæðir að. Nóttin „endalausa“ er hafin.við fylgjumst einnig með hetjunum í Rauðasandshreppi bjarga skipbrotsmönnum af Sargon í foráttuveðri. Þetta er hörkuspennandi frásögn.

ATH. Þessi hljóðbók er aðeins til á geisladiski sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.

Höfundur les.