Höfundur: Jón Hallur Stefánsson

Á kaldri janúarnótt kviknar í íbúðarhúsi á Seyðisfirði. Valdimar Eggertsson rannsóknarlögreglumaður er sendur á vettvang.

Skömmu síðar taka fleiri eldar að loga og verður mönnum þá ljóst að mikil vá hvílir yfir bænum. En er þetta venjulegur brennuvargur eða býr annað að baki?

Til þess að stöðva þennan hrylling verður Valdimar að brjótast í gegnum vef ofinn úr slúðri, lygum og innstu þrám mannsins.