Vatnsdæla saga er breið ættar- og fjölskyldusaga um fimm kynslóðir kappa, allt frá Þorsteini Ketilssyni í Raumsdal og syni hans, landnámsmanninum Ingimundi gamla, fram að dauða Þorkels kröflu á elleftu öld, síðasta Vatnsdælagoðans sem situr á Hofi.

Mest segir þó af þriðju kynslóðinni, sonum Ingimundar, og margvíslegum átökum þeirra við aðra garpa, höfðingja og forneskjufólk. Sagan er samin seint á ritunarskeiði Íslendinga sagna og sagnaveröldin er nokkuð skotin ýmsum óvættum og illu fordæðufólki sem annars á sinn heimavöll í yngri ævintýrasögum.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.

Guðmundur Andri Thorsson les.