Veðrabrigði er einstakt smásagnasafn sem fjallar um hversdagsleikann, stundir daglegs lífs og athafna, sem reynast ekki svo hversdagslegar þegar betur er að gáð.
Smásögurnar eru tólf talsins. Þær eru flestar skrifaðar um miðbik síðustu aldar og eru af fjölbreyttum toga, bæði að efni og lengd. Lesandinn kemst í kynni við söguhetjur af ýmsum gerðum, sem takast á við ólíkar hliðar tilverunnar, þessar sætu og broslegu en einnig harmrænar hliðar mannlegs samfélags og nístandi miskunnarleysi.