Höfundur: Eggert Lárusson

Fáir íbúar heims þurfa að reiða sig jafn mikið á veður og hafstrauma og eyjarskeggjar í nyrstu höfum. Þessi kennslubók á að fræða nemendur um þessa tvo veigamiklu þætti í náttúrulegu umhverfi Íslands.

Veður- og haffræði kom fyrst út 1989 en er nú gefin út á nýjan leik með nokkrum leiðréttingum og viðbótum, t.d. orðakví og skilgreiningum. Kaflaskipting í bókinni er óbreytt og sama gildir um upprifjunarspurningar og verkefni.

Höfundurinn er Eggert Lárusson, landfræðingur og framhaldsskólakennari.