Heimsendir hefur orðið. Vegurinn lýsir göngu feðga yfir sviðna jörð, himinninn er grár, aska yfir öllu, dýralíf hefur liðið undir lok, mannætur ráfa um með tægjur á milli tannanna, en feðgarnir berjast við að halda lífi og reisn.

Hvað stendur eftir þegar allt er hrunið? Á hvað er að treysta?