Höfundur: Jón Sigurpálsson

Byggðasafn Vestfjarða hefur frá árinu 2002 blásið til árlegrar saltfiskveislu á Ísafirði þar sem hráefnið er sólþurrkaður þorskur sem breiddur hefur verið út og þurrkaður á fiskreit safnsins. Leitað var til valinkunnra saltfiskunnenda sem rómaðir eru af afrekum í eldhúsum heimila sinna og þeir göldruðu fram fjölbreytilegar og girnilegar uppskriftir á þessu magnaða hráefni sem telja má merkasta framlag Íslendinga til matargerðarlistarinnar.

Bókinni fylgir geisladiskurinn Ball í Tjöruhúsinu.


Opna gefur út.