Mikilvægur þáttur í þroskaferli barna er að kunna aðferðir til að eignast góða vini. "Verum vinir" er skemmtileg, fræðandi og mjög gagnleg verkefnabók ætluð börnum á grunnskólaaldri, en nýtist öllum sem vilja efla félagshæfni sína. Verkefnin kenna fjölmargar leiðir til að efla félagsfærni, eignast vini, viðhalda vináttunni og aðferðir til að gefa og þiggja.