Hér segir sagnameistarinn Sigurgeir Jónsson frá Ofanbyggjurum, þ.e. fólkinu sem bjó fyrir ofan hraun í Vestmannaeyjum, fiðruðum nágrönnum sínum sem þangað sækja, en þarna búa þau hjón í dag, hann og Katrín Magnúsdóttir.

Ennfremur dregur hann fjóra eftirminnilega félaga sína fram í sviðsljósið, þá Bjarnhéðin Elíasson, Sævar í Gröf, Ása í Bæ og Guðmund kantor og segir af þeim sögur. Einnig segir Sigurgeir frá minnisstæðum atvikum í lífi sínu, svo sem kostulegu brúðkaupsférðalagi þeirra Katrínar, og óvenjulegri hjálp í stærðfræði sem hann fékk frá vistmanni á Kleppi. Er þá fátt upp talið.