Höfundur: Jóhann Hjálmarsson

Vetrarmegn er þriðja bókin í Eyrbyggju-þríleiknum sem skáldið nefnir svo, hinar eru Marlíðendur (1998) og Hljóðleikar (2000), en sú bók var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2003. Í öllum bókunum er sótt efni til Eyrbyggju þótt samtími skáldsins sé mest áberandi.

Í grein í Morgunblaðinu skrifar Dagný Kristjánsdóttir prófessor um Hljóðleika: „Að lýsa „hluta fyrir heild“ er eftirlætisaðferð bókarinnar. Þegar ferðast er á Íslandi er oft ferðast í textum og tungumáli og þá velur skáldið eitt orð - eitt hugtak - sem vekur athygli þess og verður kveikjan að heimspekilegum hugleiðingum og óvæntum tengingum.“ (19. febrúar 2003)

Segja má að með Vetrarmegni nái skáldið að túlka það sem stendur í vegi, hamlar för, en gefur um leið frelsi. Bókin er óvenjulega persónuleg, lýsir sársauka en opnar jafnframt víða útsýn og kappkostar að draga það fram sem gefur lífinu gildi.