Höfundar: Anna Gísladóttir, Bryndís Steinþórsdóttir

Bókin hefur að geyma fjölbreytt úrval hefðbundinna og nýrra uppskrifta sem hægt er að grípa til bæði hversdags og á hátíðarstundum. Leitast er við að hafa réttina einfalda og fljótlega en jafnframt lögð rík áhersla á næringargildi og hollustu.

Aðferðir við eldamennsku eru settar fram á skýran og aðgengilegan hátt þannig að bókin nýtist bæði byrjendum í matreiðslu sem og þeim sem lengra eru komnir en vantar nýjar hugmyndir að góðum réttum. Þá eru í bókinni ýmsar hagnýtar upplýsingar, svo sem leiðbeiningar um mál og vog, um geymslu og merkingar matvæla, næringarefnatöflur, töflur um suðu- og steikingatíma og orðskýringar.

Þetta er endurskoðuð útgáfa bókarinnar, en hún kom fyrst út árið 1976 og hefur alla tíð notið fádæma vinsælda.