Bjólfur er fimmtán ára strákur, mikill grúskari og með óbilandi áhuga á tölvum. Hann býr í Stokkhólmi með móður sinni sem vinnur við gömul handrit.

Dag einn finnst brot af skinnhandriti sem virðist býsna merkilegt og Bjólfur fyllist brennandi áhuga. Við nánari skoðun sést að í handritinu eru vísbendingar um fjársjóð frá víkingaöld, sem falinn er á óþekktum stað á Íslandi eða í Noregi.

Þetta verður upphafið að spennandi atburðarás þar sem Bjólfur þarf að glíma við óvænta keppinauta. Ýmsar skemmtilegar persónur koma við sögu, svo sem tvíburasysturnar Sonja og Sylvía. Önnur þeirra systra nær að rugla Bjólf í ríminu og fá hjarta hans til að slá hraðar.