Þú ert hér://Villisumar

Villisumar

Höfundur: Guðmundur Óskarsson

Pabbi sneri aftur á öðrum degi. Hann var með fingur í eyra vínkúts, sveiflaði honum lítillega og flautaði lag til að undirstrika að hann viðurkenndi ekki nærveru mína.

Bókin segir frá unglingspilti sem dvelur eitt sumar með föður sínum, þekktum listmálara og erfiðum í umgengni, í suðrænni borg. Dvölin verður afdrifarík fyrir þá báða. Áratugum síðar snýr sonurinn aftur í fylgd uppkominna barna sinna og rifjar upp þetta einkennilega sumar á framandi stað, undir brennandi sól. Sumarið þegar leiðir skildi.

Villisumar er snörp og heillandi saga og hér sýnir Guðmundur svo ekki verður um villst að hann hefur frábært vald á skáldskap, stíllinn er myndrænn og meitlaður og frásögnin listilega fléttuð.

Kápan á Villisumar er úr strigaefni. Höfundurinn tók sig til og málaði á allt upplagið og því eru engar tvær bækur eru eins.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 125 2016 Verð 2.990 kr.
Rafbók - 2016 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / /

2 umsagnir um Villisumar

  1. Árni Þór


    „Afspyrnu vel stíluð saga … Málfarið er kröftugt, óvænt og algjörlega hans og bygging sögunnar er haganleg, upplýsingum miðlað í hæfilegum skömmtum til að halda lesanda við efnið … ljóst að hér er kominn höfundur sem sker sig úr fjöldanum hvað ritfærni varðar.“
    Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið

  2. Árni Þór


    „Þrátt fyrir átök og sorg er sagan falleg og fyndin og flakki í tíma lipurlega sneitt inn í söguna og brýtur það vel upp formið.“
    Júlía Margrét Alexandersdóttir / Morgunblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund