Höfundur: Colm Tóibín

Þrjár konur, Dora Devereux, dóttir hennar Lily og dótturdóttirin Helen, hafa átt í stormasömu sambandi sín á milli og vilja helst halda sig í öruggri fjarlægð hver frá annarri. En þegar í ljós kemur að Declan, bróðir Helenar, er dauðvona neyðast þær til að verja tíma sínum saman í afskekktu og niðurníddu húsi ömmunnar, ásamt Declan og tveimur vinum hans. Þessir sex einstaklingar þurfa að læra að virða skoðanir og sjónarmið hinna í hópnum og sýna hver öðrum samúð og skilning. Colm Tóibín er einn af fremstu rithöfundum Íra. Vitaskipið við Blackwater er áhrifarík og eftirminnileg skáldsaga um átök ólíkra kynslóða og böndin sem tengja þær saman, þrátt fyrir allt.