Höfundur: H.C.Andersen

Hræðilega vondur kóngur svífst einskis til þess að ná yfirráðum yfir öllum sem á vegi hans verða. Með hrottalegum herförum og klækjabrögðum vinnur hann undir sig hvert landsvæðið á fætur öðru. Allir óttast hann og ekki að ástæðulausu.

Dag einn fær hann þá flugu í höfuðið að hann verði að sigrast á guði sjálfum. Hugmyndin heltekur hann og eyðir hann árum og dögum í að smíða fullkomin flugskip og mikilsvirk vopn til hernaðarins. En mótspyrnan kemur úr óvæntri átt og er ill við að eiga.

Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 7 mínútur að lengd. Jóhann Sigurðarsson les.