Willard Fiske – vinur Íslands og velgjörðamaður

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2008 260 2.190 kr.
spinner

Willard Fiske – vinur Íslands og velgjörðamaður

2.190 kr.

Willard Fiske - vinur Íslands og velgjörðarmaður
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2008 260 2.190 kr.
spinner

Um bókina

Fáir hafa haft aðra eins tröllatrú á Íslandi og Íslendingum eins og Bandaríkjamaðurinn Daniel Willard Fiske. Um miðja 19. öld fékk hann, þá ungur maður, geysilegan áhuga á Íslandi. Hann lærði íslensku og dvaldi á Íslandi um hríð 1879.

Hann trúði því að Ísland ætti mjög bjarta framtíð fyrir sér, aðeins þyrfti að herða til aðgerða. Hann kynntist fjölda manna sem margir hverjir hjálpuðu honum síðar við söfnun á íslenskum ritum. Ástamál hans voru ljúfsár, en hann kvæntist mjög auðugri stúlku sem lést eftir skamma sambúð. Harðsóttur arfur eftir hana gerði honum kleift að safna íslenskum bókum af ástríðu, sem varð hið markverðasta við lífsstarf hans og myndar stofninn að Fiske Icelandic Collection við Cornell-háskólann í Bandaríkjunum.

Í þessari bók er dregin upp heilsteypt mynd af margbrotnum persónuleika manns, sem vildi auðga líf Íslendinga og bæta hag þeirra.

INNskráning

Nýskráning