Yfir djúpið breiða

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2002 2.915 kr.
spinner

Yfir djúpið breiða

2.915 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2002 2.915 kr.
spinner

Um bókina

Þóra Snorradóttir veiktist af krabbameini fertug að aldri og í fjögur ár háði hún harða baráttu við þennan illvíga sjúkdóm. Þau átök urðu tilefni þeirrar sjálfsrýni og íhugunar sem hún skráði í þessa bók. Af fágætri einlægni rekur hún stormasamt lífshlaup sitt, hvernig hún reis upp gegn umhverfi sem henni þótti beita sig valdi og fór sínar eigin leiðir. Sú uppreisn reyndist dýrkeypt og hafði afdrifarík áhrif á heilsu hennar og hamingju. En Þóra sagði sögu sína ekki síður til þess að miðla styrk og kjarki til þeirra sem eiga eftir að ganga svipaða sjúkdómsbraut og hún sjálf, minnug þess að sá heilbrigði á sér margar óskir, en sá sjúki aðeins eina.

“Ef við höfum aldrei kynnst sorginni, hvernig eigum við þá að njóta gleðinnar? Ef við getum ekki horfst í augu við þjáninguna í lífi okkar og umhverfis okkur, hvernig eigum við þá að geta skynjað hamingjuna þegar hún bankar á hlið sálarinnar?” spyr Þóra í lok sögu sinnar. Hún þorði að horfast í augu við örvæntingu og vonbrigði og það hugrekki varð hugljómun hennar til æviloka.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning