Zen og listin að viðhalda vélhjólum kemur loksins út á íslensku í snilldarþýðingu Sigurðar A. Magnússonar.
Þótt ótrúlegt sé hefur þessi bók aldrei verið þýdd á íslensku þrátt fyrir að hafa verið til á fjölda íslenskra heimila í áratugi.
Makalaus bók sem fjallar ekki einungis um langferðalag og heimspekilegar vangaveltur heldur líka um lífsgildi, sálræn átök, flókin tilfinningatengsl feðga, geðveilu og loks ávæning af skilningi á leyndardómum mannlífsins.

Edda gefur út.