Við Jóhanna
Forlagsverð:
1.490 kr.
Kaupa
AÐRAR ÚTGÁFUR
1990 kr.
279 bls.
Mál og menning
Útgáfuár: 2013

Við Jóhanna

Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir hafa alla tíð lagt kapp á að halda einkalífi sínu út af fyrir sig – en nú finnst þeim kominn tími til að opinbera þessa óvenjulegu og áhrifamiklu ástarsögu.

Þær voru báðar giftar þegar þær hittust fyrst árið 1983 og hvorug hafði átt í ástarsambandi við konu. Því var afar ólíklegt að þær yrðu nokkurn tíma par. Örlagarík fundaferð vorið 1985 markaði upphafið á stormasömu sambandi sem lengi fór leynt, enda ríktu töluverðir fordómar gagnvart samkynhneigðum í þjóðfélaginu á þessum árum.

En ástin sigraði að lokum. Eftir langa og oft stranga vegferð hófu Jóhanna og Jónína sambúð árið 2000 og tíu árum síðar breyttu þær staðfestri sambúð í hjónaband. Þá var Jóhanna orðin forsætisráðherra og þær Jónína þar með fyrstu samkynhneigðu forsætisráðherrahjón heims – sem vakti athygli um víða veröld.

Jóhanna Sigurðardóttir ritar eftirmála bókarinnar.

Lestu brot úr bókinni

****
„Eftirminnileg og einstök ástarsaga sem varpar ljósi á umbrotatíma í íslenskri samtímasögu.“
Jón Yngvi Jóhannsson / Fréttablaðið

„Það er full ástæða til að þakka þeim Jóhönnu og Jónínu fyrir ómetanlegt framlag sem fyrsta samkynhneigða forsætisráðherraparið í heiminum en ekki síður fyrir einlæga frásögn af sambandi sínu og hversu ríkulega þær gefa af sárri reynslu sinni í felum öll þessi ár.“
Margrét Pála Ólafsdóttir / Fréttatíminn

***1/2
„Bókin er skemmtilega skrifuð, Jónína er lipur höfundur…“
Árni Matthíasson / Morgunblaðið

„Þetta er byltingarsaga: þær Jóhanna og Jónína eru hluti af byltingunni sem tókst.“
Guðmundur Andri Thorsson / Fréttablaðið

„Ein mikilvægasta bók ársins … saga um sigur ástarinnar yfir miklum hindrunum. … þær Jóhanna og Jónína hafa lagt sitt lóð á vogarskálar þess að heimurinn allur sé skaplegri staður að búa á.“
Mikael Torfason / Fréttablaðið

„…ágætlega skrifuð bók um málefni sem er eldheitt … Samband Jóhönnu og Jónínu varð til þess að auka umburðarlyndi Íslendinga og heimsbyggðarinnar … Þar liggur kraftaverk Jóhönnu og eiginkonu hennar.“
Reynir Traustason / DV

„… verulega mögnuð frásögn sem á fullt erindi … falleg ástarsaga …“
Sigurður G. Tómasson / Kiljan

„Þetta er saga um að ástin sigri allt og ég er hrifin af því, mjög hrifin af því.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

„Kannski er merkilegasta framlag bókarinnar að minna okkur á hve fáránlega stutt er síðan samkynhneigðir voru nokkuð almennt fordæmdir sem afbrigðilegir öfuguggar … Saga Jónínu og Jóhönnu er merkileg og vegna ýmissa óvenjulegra aðstæðna er þetta mikilvæg bók … Menn setja gjarnan upp einhver flokksgleraugu við lestur bóka eftir eða um stjórnmálamenn … En vegna þessarar algengu áráttu er rétt að taka það fram að þótt þessi bók fjalli í aðra röndina um forsætisráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur er hún alls ekki um nein aðgreinandi stjórnmál eða flokkspólitík. Pólitísk afstaða manna til Jóhönnu ætti því ekki breyta neinu fyrir lesandann.“
Eiríkur Bergmann / DV.is

„Bókin er einkar lipurlega skrifuð og er aðgengileg … Það skref sem þær stigu, Jónína og Jóhanna, út í hið opinbera ljós mun hafa varanlega áhrif til langs tíma. Það er dýrmætt spor í almennri mannréttindasókn samfélagsins gegn hvers kyns fordómum … Það munu margir, margir feta svipaða slóð um ókomin ár. Bókin þeirra lýsir upp þá slóð“
Svavar Gestsson / Svavar.is

Höfundur: Jónína Leósdóttir

Kindle

Nýjast | A–Ö | Verð ↓
Jónína er fædd í Reykjavík árið 1954. Hún lauk stúdentsprófi úr fornmáladeild Menntaskólans í Reykjavík og BA-prófi í ensku og bókmenntafræðum frá Háskóla Íslands. Einnig stundaði hún nám við Essex-háskóla í Bretlandi. Jónína hefur skrifað æviminningabækur,  ...
Rafbók
Forlagsverð: 2.790 kr.
Kaupa
Kaupa gjafabréf

Rafbók
Forlagsverð: 1.690 kr.
Kaupa
Kaupa gjafabréf

Forlagsverð: 990 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 990 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 690 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 2.715 kr.
Kaupa


 
Varan er uppseld!
Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita