Liza Marklund Hamingjuvegur

Rótlaus Koomson

Bókaklúbbar Forlagsins

Tónelska músin Maxímús Músíkus stendur í stórræðum þessa dagana. Ekki nóg með að í september ætli hann að halda tónleika fyrir um 7000 börn heldur kemur líka út í dag þrautabók um músina knáu! Þrautabókin er unnin upp úr fyrstu sögunni um Maxa, þar sem hann heimsækir hljómsveitina í Hörpu. Þegar Maxímús Músíkús villist inn í tónlistarhúsið verður hann forvitinn um allt sem hann sér. Í bókinni er hægt að ...
Vesturfarasögur Böðvars Guðmundssonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré, eru fyrir löngu orðnar grunvallarverk í íslenskri bókmenntasögu. Í vor komu þær út saman í einni glæsilegri kilju og í dag birtist fimm stjörnu dómur Vals Grettissonar í DV sem staðfestir enn og aftur þýðingu þessara merku bóka. Í dómi sínum segir Valur m.a.: „Saga Nýja-Íslands minnir stundum á landafundina, stundum á uppruna Bandaríkjanna, en oft á tíðum mest á Biblíusögu ... Erfitt ...
Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson hefur mótað margar kynslóðir lesenda og er án efa vinsælasta íslenska unglingabók allra tíma. Bókin kom fyrst út árið 1990 og sló strax rækilega í gegn. Fyrir bókina hlaut Þorgrímur Þráinsson Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur. Síðan hafa komið út eftir hann fjölmargar bækur fyrir börn, unglinga og fullorðna sem langflestar hafa notið mikilla vinsælda. Tár, bros og takkaskór segir sögu tveggja vina, Kidda og Tryggva, ...
Ofurstirnið Nora Roberts er án efa einn þekktasti rithöfundur heims og hafa frásagnir hennar af ástum og erfiðleikum heillað milljónir lesenda um allan heim. Síðastliðinn fimmtudag kom út ný bók hennar, Einhvern daginn, sem er önnur bókin í hinum svokallaða Boonsboro-þríleik (fyrsta bókin er Biðlund en hún kom út í vor). Bækurnar tengjast í gegnum þrjá bræður sem hver er miðpunktur einnar bókar. Gamla hótelið í Boonsboro er að vakna til ...
Blóð í snjónum, nýjasta afurð hins sívinsæla Jo Nesbø, sem kom út í íslenskri þýðingu í byrjun sumar hefur sannarlega slegið í gegn, hlotið hvern frábæra dóminn á fætur öðrum og óhætt að segja að gagnrýnendur keppist um að lofa verkið. Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði dóm í DV, gaf bókinni nánast full hús stiga (fjóra og hálfa stjörnu) og sagði meðal annars: „Blóð í snjónum er stutt, snörp og innihaldsrík með hrikalegu uppgjöri ...

Jo Nesbø Blóð í sjónum

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita