Kakkalakkarnir

Kindle

Bókaklúbbar Forlagsins

Á morgun opnar í Berlín sýningin Into the Wind! þar sem hægt verður að skoða framúrskarandi myndir úr barnabókum eftir sextán norræna höfunda. Sýningin er á vegum Kulturkind Berlin og Norræna hússins í Reykjavík og fulltrúar Íslands eru þær Rán Flygenring og Kristín Ragna Gunnarsdóttir sem sýnir myndir úr bók sinni Hávamálum. Meðal þátttakenda eru ýmsir af þekktustu myndhöfundum Norðurlanda; Lilian Brøgger og  Dorte Karrebæk frá Danmörku; Linda Bondestam og Jenny ...
Fimmtudaginn 19. maí var Ingibjörgu Haraldsdóttur skáldi og þýðanda veitt viðurkenning fyrir framlag sitt til aukins skilnings og vináttu milli þjóða Íslands og Rússlands. Athöfnin fór fram í rússneska sendiráðinu við Garðastræti þar sem Anton Vasiliev sendiherra afhenti Ingibjörgu viðurkenningarskjal að viðstaddri fjölskyldu hennar, vinum og fulltúum sendiráðsins og Rithöfundasambands Íslands. Ingibjörg hlýtur þessa viðurkenningu fyrir þýðingar úr rússnesku en hún hefur þýtt helstu verk höfunda á borð við Dostoévskí, ...
Þrír höfundar Forlagsins fengu á sunnudaginn Vorvindaviðurkenningu IBBY á Íslandi þegar þær voru afhentar í þrítugasta skiptið við hátíðlega athöfn í Gunnarshúsi í Reykjavík. Með viðurkenningunum vilja samtökin vekja athygli á þeim fersku vindum sem blása í barnamenningunni hérlendis og hvetja viðtakendur til að halda áfram á sömu braut. Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson fengu Vorvindana fyrir bókaflokkinn Þriggja heima sögu, sem hófst á verðlaunasögunni Hrafnsauga, en þeir vinna nú ...
Tónlistarhópurinn Umbra flytur nýtt tónleikhúsverk eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur, byggt á mögnuðum ljóðabálki Gerðar Kristnýjar, Blóðhófni, í sviðsetningu Sögu Sigurðardóttur. Í Blóðhófni segir jötunmærin Gerður Gymisdóttir sögu sína af því er Freyr sendi skósvein sinn Skírni að sækja hana í Jötunheima, á hestinum Blóðhófni. Gerður vildi vera um kyrrt í Jötunheimum, þar sem árnar runnu um æðar hennar, en með ógnum og göldrum eru öll völd af henni tekin. Blóðhófnir byggir á hinum fornu Skírnismálum sem skáldkonan Gerður Kristný flutti listilega í nútímalegt söguljóð og hlaut fyrir ...
Á næstunni gefst almenningi einstakt tækifæri á að sitja námskeið í skapandi skrifum undir handleiðslu Vigdísar Grímsdóttur. Námskeiðin eru tvö en hvert nær yfir þrjá daga (föstudag til sunnudags). Þau verða 3-5. júní og 24-26. júní. Á námskeiðinu verða hvorki tölvur né símar. Hver og einn þátttakandi fær bók til að skrifa öll verkefni sín með penna – sem fylgir líka. Á námskeiðunum verður farið yfir margar helstu spurningar þeirra sem eru ...

Plokkfiskbókin

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita