Bókaklúbbar Forlagsins

Yahya Hassan hristi rækilega upp í dönsku menningarlífi þegar hann sendi, átján ára gamall, frá sér ljóðabók sem ber nafn hans og lýsir uppvexti í skugga gegndarlauss ofbeldis, bókstafstrúar og hræsni.  Hann er ríkisfangslaus Palestínumaður frá Árósum og lýsir veröld upptökuheimila, úrræða, félagsráðgjafa, lögregluafskipta og fangelsa. Alla þessa aðila lætur hann hafa það óþvegið en þó fyrst og fremst sjálfan sig. Þremur mánuðum eftir að bókin kom út hafði hún ...
Kata, nýjasta skáldsaga Steinars Braga, hefur vakið gríðarlega athygli síðan hún kom út fyrir þremur vikum. Í dag fær hún fjögurra stjörnu dóm hjá Önnu Lilju Þórisdóttur í Morgunblaðinu þar sem segir meðal annars: „Og hvernig bók er svo Kata? Er hún hefndardrama í anda Hamlets? Spennutryllir, eins og segir í auglýsingunum um bókina eða kannski hversdagssaga úr bláköldum veruleikanum? Kata er þetta allt og meira til. Ofbeldi gagnvart konum ...
Í dag kom út Vísindabók Villa 2 og fylgir eftir ógurlegum vinsældum fyrri bókarinnar sem kom út fyrir jólin í fyrra. Nú er Villi snúinn aftur með enn meiri fróðleik og stuð! OG OFURHETJUR! Vísindin eru ótæmandi brunnur því heimurinn okkar er svo rosalega merkilegur og skrýtinn. Sumt virðist flókið en er einfalt, en annað sem virðist sáraeinfalt og hversdagslegt er í rauninni hrikalega flókið. Þá er heppilegt að hver einasta ...
Á vordögum voru tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs kynntar í Norræna húsinu en Tímakistan eftir Andra Snæ var önnur þeirra bóka sem tilnefndar voru frá Íslandi. Fjallað hefur verið um Tímakistuna í norrænum fjölmiðlum að undanförnu og hafa dómar verið afar lofsamlegir – bókin hefur meira að segja verið orðuð við verðlaunin. Danska blaðið Weekendavisen komst svo að orði: „Ég hef aldrei áður séð ævintýri jafn vel vel ofið saman ...
Í vikunni var tilkynnt um tilnefningar til Carnegie Medal og Kate Greenaway medal. Þetta eru ein virtustu barnabókaverðlaun Bretlands sem veitt eru árlega, annars vegar fyrir textabækur fyrir börn og unglinga og hins vegar fyrir myndabækur.  Tilnefningin er fyrsta skrefið í löngu ferli, í fyrstu umferð keppir 91 bók um Carnegie-verðlaunin og 71 um Kate Greenaway-verðlaunin, í febrúar verður hringurinn þrengdur þegar „langi listinn“ verður birtur og enn færri titlar ...

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita