Bókaklúbbar Forlagsins

Laugardaginn 22. nóvember verður opnuð sýningin Jólin hans Hallgríms á Torgi Þjóðminjasafnsins. Sýningin er byggð á samnefndri bók Steinunnar Jóhannesdóttur sem myndskreytt er af Önnu Cynthiu Leplar. Á sýningunni eru myndir úr bókinni ásamt gripum sem vísa til sögunnar. Gestir geta leikið sér að sams konar leikföngum og börnin í sögunni, leggjum, skeljum og nútíma útgáfu af jólahúsinu í Betlehem. Hægt er að hlusta á jólasálminn Nóttin var sú ágæt ...
Á morgun, miðvikudaginn 19. nóvember, efnum við til Bókakonfekts númer tvö! Það var þéttsetið á Rosenberg síðasta miðvikudagskvöld þar sem sjö höfundar Forlagsins kynntu verkin sín. Það er því um að gera að mæta tímanlega til þess að fá sæti. Upplestrarkvöldin eru alltaf vel sótt og fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks. Bækur höfunda eru seldar á staðnum, og eins og áður hafa höfundar verið liðlegir við að árita ef ...
Tíminn flýgur hratt á gervihnattaöld. Ekki síst hjá jólasveinum. Þegar tími hinna smáu skóa rennur upp er gott að hafa búið í haginn. Því hvetjum við jólasveina til þess að birgja sig upp af bókum og höfum af því tilefni útbúið bókapakka sem henta prýðilegast fyrir unga lestrarhesta. Það eru þrjú aldursbil í boði,  átta bækur eru í hverjum pakka og verðið býsna hagstætt, hér er sannkallaður jólasveinaafsláttur á ferð! ...
Saga þeirra, sagan mín – Katrín Stella Briem eftir Helgu Guðrúnu Johnson fær húrrandi góða dóma þessa dagana. Í Morgunblaðinu laugardaginn 15. nóvember fékk hún fjögurra stjörnu dóm hjá Guðmundi Magnússyni sagnfræðingi sem sagði bókina vera „áhrifamikla ævisögu“ og að Helga Guðrún hefði haft „góða sýn yfir söguefnið og sterk tök á frásögninni, hrasað hvergi í útúrdúrum eins og stundum vill gerast þegar höfundar hafa úr miklu efni að moða“, ...
Þriðjudaginn 18. nóvember kynnir Gerður Kristný nýútkomna ljóðabók sína, Drápu, og segir frá tilurð hennar á bókmenntakvöldi í Hannesarholti við Grundarstíg. Í Drápu er sögð áhrifamikil saga í ljóði sem hefst nóttina þegar myrkusinn kemur til borgarinnar. Bókin hefur fengið frábærar viðtökur í fjölmiðlum. Í fjögurra stjörnu dómi í Fréttablaðinu segir Friðrika Benónýsdóttir meðal annars: „Það er þó vel áhættunnar virði að sökkva sér ofan í heim Drápu. Gerður Kristný fer ...

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita