Lífríkið

Maxímús músíkús kætist í kór

Bókaklúbbar Forlagsins

Rýmum fyrir jólabókunum! Lagersalan í fullum gangi, opið alla helgina 10-19 Næg bílastæði og heitt á könnunni!
Við kætumst! Vorum að fá glóðvolgt sýnishorn af Demantaráðgátunni eftir hinn geysivinsæla Martin Widmark. Demantar hverfa á óútskýrðan hátt úr skartgripabúð Múhameðs Karat. Allt bendir til að hinn ósvífni þjófur sé einn af starfsmönnum búðarinnar; Þórir, Sif eða Raggi. Lögreglan getur ekki leyst gátuna og því leitar Múhameð til bestu spæjaranna í bænum: Spæjarastofu Lalla og Maju! Martin Widmark er einn vinsælasti barnabókahöfundur Svíþjóðar og hefur selt þar meira en þrjár milljónir ...
Það þarf enginn að fá „ljótuna“ lengur! Þú finnur leiðarvísinn að ljómandi fallegri húð í nýjustu bók Þorbjargar Hafsteinsdóttur. Þar er meðal annars fróðleikur um góðar húðvörur og náttúrulegar meðferðir, girnilegar uppskriftir og skilvirk 4 vikna áætlun um afeitrun og uppbyggingu húðarinnar. Þorbjörg er reynslumikill heilsuráðgjafi og metsöluhöfundur sem hjálpað hefur mörgum að komast á rétta braut með breyttu mataræði og lífsmynstri. Þorbjörg er væntanleg til landsins í október og þá ...
Í dag dreifum við nýrri bók hinnar sívinsælu Sofi Oksanen, Þegar dúfurnar hurfu, sem er enn eitt snilldarverkið frá þessum magnaðar rithöfundi. Edgar er snillingur í að koma sér vel við þá sem stjórna, sannkallað kameljón sem skiptir litum um leið og nýir ráðamenn gera sig heimakomna. Það er dýrmætur eiginleiki í Eistlandi á 20. öld þegar þeir sem fara með völdin eru ýmist Eistar sjálfir, Rússar eða þýskir nasistar. En ...
Gunnar Helgason hlaut í gær Bókaverðlaun barnanna annað árið í röð fyrir bók sína Rangstæður í Reykjavík. Verðlaunin eru veitt að undangenginni kosningu á heimasíðu Borgarbókasafnsins og í grunnskólum um allt land og í ár tóku tæplega 4000 börn og unglingar þátt. Rangstæður í Reykjavík er þriðja bók Gunnars um fótboltastrákinn Jón Jónsson og vini hans en bókaflokkurinn hefur vermt efstu sæti metsölulista undangengin ár og glatt þúsundir lesenda á ...

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita