Íslandssaga A-Ö

Flækingurinn

Bókaklúbbar Forlagsins

Út er komið glænýtt kennsluefni sem nátengt er og byggir á hinni vinsælu bók Lubbi finnur málbein. Um er að ræða fjórar öskjur sem hafa að geyma fjölbreytt efni til málörvunar og hljóðavinnu með börnum á öllum aldri. Í tilefni af útgáfunni verður efnt til smiðju í verslun Forlagsins á Fiskislóð kl. 16-18 þar sem nýja kennsluefnið verður kynnt. Vefsíðan lubbi.is er komin í loftið og síðan hans Lubba á Facebook er ...
Flækingurinn eftir Kristínu Ómarsdóttur hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda síðan hún kom út. Friðrika Benónýsdóttir sagði m.a. í Kiljunni á dögunum: „Kristín er einstakur höfundur … meistaralega gert … Kristín er í algjörum sérflokki. Hún gerir þetta á svo snilldarlegan hátt að ég stoppaði hvað eftir annað á meðan ég var að lesa og reyndi að leggja þessar setningar á minnið.“ Í tilefni af útgáfunni býður Kristín til notalegrar upplestraraðar í ...
Jón G. Friðjónsson kynnir bók sína Orð að sönnu á fyrirlestraröð Hagþenkis miðvikudaginn 15. apríl kl. 12:15. Orð að sönnu er efnismikið yfirlitsrit um íslenska málshætti og orðskviði, allt frá elstu heimildum til nútímans; stærsta málsháttasafn sem komið hefur út hér á landi. Í ritinu er fjallað um þúsundir málshátta, gerð nákvæm grein fyrir uppruna þeirra, elstu dæmum, afbrigðum og erlendum samsvörunum, sem og merkingu og notkun eftir því sem kostur ...
Ekkert lát er á vinsældum hversdagshetjunnar klóku Einars Áskels, en auk þess að gefa út nýjar Einars Áskels-bækur hinnar geðþekku Gunillu Bergström hefur Mál og menning á síðustu árum endurútgefið gamla og sívinsæla titla úr bókaflokknum. Þessa dagana koma út tvær bækur sem hafa verið ófáanlegar í meira en 20 ár, þær Útsmoginn, Einar Áskell og Einar Áskell og ófreskjan. Útsmoginn, Einar Áskell er kostuleg saga um hvernig söguhetjan berst ...
Aðdáendur Þriggja heima sögu hafa beðið óþreyjufullir eftir þriðja bindi verksins frá því að þeir skildu við söguhetjurnar með gríðarmikilli sprengingu í lok Draumsverðs. Nú hafa höfundarnir lokið við framhaldið og Forlagsfólk tilkynnir með stolti að Ormstunga kemur í verslanir miðvikudaginn fyrir páska. Þriggja heima saga fór af stað með glæsibrag haustið 2012 þegar fyrsta bókin, Hrafnsauga, hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin. Í framhaldinu hlaut hún frábærar viðtökur, hreppti Íslensku bóksalaverðlaunin í flokki ...

Mamma, pabbi, barn

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita