Rambó er týndur

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2023 228 4.990 kr.
spinner

Rambó er týndur

4.990 kr.

rambó er týndur
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2023 228 4.990 kr.
spinner

Um bókina

Kennarinn og karókídrottningin Sandra sinnir unglingum af natni á daginn og stundar kaup og sölu á notuðum húsgögnum á kvöldin. Þegar huggulegur maður blikkar hana um hábjartan dag í Sorpu verður hún strax gagntekin og sannfærð um að hrifningin sé gagnkvæm. Þegar hún kemst að því að smáhundurinn hans er týndur veit Sandra að örlögin hafa talað. Kennarinn og karókídrottningin Sandra sinnir unglingum af natni á daginn og stundar kaup og sölu á notuðum húsgögnum á kvöldin. Hún veit að hún þykir sérvitur en hún er sátt við sjálfa sig. Svo framarlega sem hún hleypir engum of nærri sér og hugsar sem minnst um fortíðina – þá er allt í himnalagi. Þau fyrirheit gleymast fljótt þegar huggulegur maður blikkar hana um hábjartan dag á Sorpu.

Hún verður strax gagntekin og sannfærð um að hrifningin sé gagnkvæm. Þegar hún kemst að því að smáhundurinn hans er týndur veit Sandra að örlögin hafa talað. Áður en hún veit af er hún gengin til liðs við leitarhópinn og blæs til sóknar í ástarlífinu.

Rambó er týndur er grátbrosleg saga um gömul sár og glataða vináttu en einnig um leitina að ástinni og ógöngurnar sem henni geta fylgt. Rambó er týndur er fjórða skáldsaga Yrsu Þallar, sem áður hefur getið sér góðan orðstír fyrir vandaðan og glettinn stíl og áhugaverðar og breyskar persónur. Síðasta skáldsaga Yrsu, Strendingar (2020), var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Rambó er týndur”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning