Íslensku barnabókaverðlaunin

Stofnað var til Íslensku barnabókaverðlaunanna árið 1985 í tilefni af sjötugsafmæli rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar. Að verðlaununum standa fjölskylda Ármanns, Barnavinafélagið Sumargjöf, IBBY á Íslandi og Forlagið. Verðlaunasögurnar eru afar fjölbreyttar en eiga það sammerkt að vera afskaplega skemmtilegar. Verðlaunin eru afhent að hausti ár hvert en upplýsingar um handritaskil og fleira má finna hér. Nánari upplýsingar um verðlaunin veitir svo Æsa Guðrún Bjarnadóttir ritstjóri.