Heimili höfundanna

Rut Guðnadóttir
Rut Guðnadóttir
Rut Guðnadóttir (f.1994) er höfundur unglingabókaþríleiksins vinsæla um Millu, Rakel og Lilju: Vampírur, vesen og annað tilfallandi, Drekar, drama og meira í þeim dúr og Heimsendir, hormónar og svo framvegis. Sú fyrstnefnda hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2020 og var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur og Fjöruverðlaunanna sama ár. Seinni bækurnar í þríleiknum komu út 2021 og 2022, aðdáendum Rutar til mikillar gleði enda eru allar bækurnar skemmtilegar og spennandi, vel skrifaðar og af mikilli virðingu og næmi fyrir flóknum tilfinningum sem fylgja unglingsárunum. Markmið höfundar með bókaflokknum var frá upphafi að koma fólki til að hlæja. Þegar tók að líða á skrifin fann hún þó að sá boðskapur sem hún vildi koma til skila var ekki einn, langur brandari heldur hvernig húmor og fáránleiki hjálpa okkur að takast á við lífið og tilveruna. Vinkonurnar Milla, Rakel og Lilja glíma allar við vandamál, stór og smá, og Rut fannst mikilvægt að sagan endurspeglaði raunveruleika unglinga þó að um skáldskap væri að ræða. Margir unglingar upplifa sig utangarðs, að ekki sé tekið mark á þeim, að þau hafi ekki stjórn á eigin lífi, aðstæðum og lömuð af kvíða og framtíðarótta. Á sama tíma er daglegt líf þeirra töfrum þrungið, spennandi og dramatískt. Rut hefur lokið bakkalárnámi í sálfræði og íslensku, er með meistarapróf í ritlist og kennir þessi misserin íslensku í menntaskóla.

Bækur eftir höfund

Heimsendir_hormonar_ogsvoframvegis_72pt
Heimsendir hormónar og svo framvegis
1.490 kr.4.890 kr.
Drekar_drama_ogmeira_72pt
Drekar, drama og meira í þeim dúr
1.490 kr.4.490 kr.
Vanpirurvesenog_72pt_Fjoru_Tiln
Vampírur, vesen og annað tilfallandi
1.490 kr.4.290 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning