Forlagið leitast við að nota hráefni og tækni sem valda sem minnstri mengun, flokka og endurvinna eins og framast er unnt og spara hráefni og orku þegar því verður við komið. Við berum virðingu fyrir umhverfinu, förum vel með verðmæti og notum auðlindir af ábyrgð.
Forlagið notar rafrænt reikningshald til að draga úr pappírsnotkun á skrifstofu. Rusl er flokkað og sent í endurvinnslu. Efni er endurnýtt þegar því verður við komið, skrifstofuvörur keyptar notaðar sé þess kostur og við leitumst við að gera við tækjabúnað frekar en að kaupa nýjan. Í bókabúð Forlagsins er boðið upp á poka úr pappír eða kaup á fjölnota burðarpokum.
Forlagið plastpakkar ekki bókum nema í undantekningartilvikum og vinnur nær eingöngu með umhverfisvottuðum prentsmiðjum (Svansvottun eða ISO-vottun) sem prenta á Svansvottaðan eða FSC-vottaðan pappír úr sjálfbærum skógum (Forest Stewardship Council).
Förgun á vegum Forlagsins er framkvæmd á ábyrgan hátt í gegn um viðurkennda leið í Sorpu. Öllum spilliefnum svo sem rafhlöðum, ljósaperum, prenthylkjum, er fargað á viðeigandi hátt.
Umhverfisstefnan er skoðuð reglulega og áætlanir bættar eins og þörf krefur.