Bókaklúbbar

Ugluklúbburinn er einn elsti og ástsælasti bókaklúbbur landsins. Áskrifendur fá sendar vandaðar skáldsögur, þýddar eða íslenskar, sex sinnum á ári – eina kilju í hverri sendingu. Hver sending kostar aðeins 2.990 kr. og sendingargjald er innifalið! Næsta sending: Vindurinn veit hvað ég heiti eftir Isabel Allende

Hrafninn er bókaklúbbur fyrir aðdáendur spennusagna. Klúbbfélagar fá sendar sex hörkuspennandi kiljur á ári, bæði íslenskar og þýddar – eina kilju í hverri sendingu. Hver sending kostar aðeins 2.990 kr. og sendingargjald er innifalið! Næsta sending: Svört dögun eftir Cillu og Rolf Börjlind

Tímarit Máls og menningar kemur út fjórum sinnum á ári. Hvert hefti geymir greinar, viðtöl, pistla, nýsmíðar og gagnrýni af ýmsu tagi. Ársáskrift að ritinu kostar 8.500 kr. (10.000 kr. erlendis) og er árgjaldið innheimt í byrjun árs.

Ef þú vilt skila klúbbabók þarftu að gera það innan við 6 mánuði og þú getur nýtt klúbbaverðið upp í aðrar bækur frá Forlaginu. 

Nýir meðlimir Uglunnar fá 50% afslátt af fyrstu sendingunni og skuldbinda sig í þrjár sendingar.

INNskráning

Nýskráning