Hljóðbækur og tónlist

Hljóðbækur í vefverslun okkar eru af tvennu tagi. Annars vegar eru hljóðbækur á geisladiskum, á CD eða Mp3 formi. Til að fá þær afhentar þarf að fá diskinn sendan með pósti eða nálgast hann í Bókabúðinni á Fiskislóð og spila svo hljóðabókina í geislaspilara eða í tölvu. Hins vegar eru hljóðbækur fyrir appið. Þegar þú verslar slíka hljóðbók færðu hana afhenta rafrænt strax og er hægt að hlusta á hana í hljóðabóka-appi Forlagsins eða í vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið. Stundum eru báðar gerðirnar af hljóðbók til fyrir eina vöru, þá þarf að athuga að hljóðbækur fyrir appið eru af gerðinni „Hljóðbók - App“ en hljóðbækur á geisladiskum eru af gerðinni „Hljóðbók“ sem merktar eru „CD“ eða „Mp3“.