Bannað að drepa – ADHD #3
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 196 |
|
||
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 2.690 kr. | Setja í körfu | |
Rafbók | 2023 | - | 2.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 196 |
|
||
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 2.690 kr. | Setja í körfu | |
Rafbók | 2023 | - | 2.990 kr. |
Um bókina
Framhald metsölubókanna Bannað að eyðileggja og Bannað að ljúga. Það stefnir í ógleymanlegt páskafrí hjá Alexander og risastóru, háværu fjölskyldunni hans, þau ætla að hrista saman íslenskar, pólskar og taílenskar hefðir. En svo byrjar nýr strákur í bekknum sem ræður ekkert við skapið á sér. Bara alls ekki. ADHD-ið hans Alexanders gæti samt bjargað málunum! Hann tekur nefnilega eftir ÖLLU og veit að það er BANNAÐ AÐ DREPA! Æsispennandi saga, bæði hörkufyndin og grafalvarleg, myndlýst af Rán Flygenring.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 3 klukkustundir og 30 mínútur að lengd. Höfundur les.
3 umsagnir um Bannað að drepa – ADHD #3
embla –
„Í þessari þriðju bók í seríunni um Alexander er tekist á við stórar spurningar eins og titillinn ber með sér. Stríðsátök, sorg og missir eru í brennidepli en sagan hverfist um nýjan félaga Alexanders, Vola frá Úkraínu. Þessi flóknu málefni eru tækluð með húmor og hlýju þar sem sjónarhorn barnsins ræður för og lesandinn verður virkur þátttakandi í vangaveltum Alexanders. Þar tvinnast vel saman alþjóðlegur atburður og áhrif hans á líf venjulegs fólks á átakasvæðinu og hér heima á Íslandi. Þrátt fyrir grafalvarlegt söguefnið einkennist sagan af leiftrandi frásagnargleði, sem fjörlegar myndir Ránar Flygenring ýta svo enn frekar undir. Eins og í fyrri bókunum er persónusafnið fjölbreytt og litríkt og atburðarásin er spennandi. Bannað að drepa er bók sem er skrifuð af skilningi á hugarheimi barna og virðingu fyrir margbreytileika mannlífsins. Hún veitir ekki endilega einhlít svör við öllum spurningum en býður svo sannarlega upp á lifandi samræður barna og fullorðinna sem lesa hana saman.“
Umsögn dómnefndar Íslensku bókmenntaverðlaunanna
embla –
„Stórkostlega fyndin, einlæg og átakanleg frásögn sem spilar á allan tilfinningaskalann. Sagan, sem tekur áreynslulaust á málefnum líðandi stundar, er skemmtilega myndlýst, auðlesin og persónusköpun höfundar einstök.“
Umsögn dómnefndar Íslensku bókmenntaverðlaunanna
embla –
„Flókin tungumálasúpan sem skapast í fjölþjóðlegu samfélagi fær gott rými en ljóst er að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi enda skapar Gunnar falleg sambönd þvert á menningu og tungumál.“
Ragnheiður Birgisdóttir / Morgunblaðið