Heimili höfundanna

Hulda Sigrún Bjarnadóttir

Hulda Sigrún Bjarnadóttir er fædd árið 1971 og er menntuð í bæði sálfræði og bókasafnsfræði. Hún hóf ritferil sinn undir höfundarnafninu Rune Michaels og gaf út fjórar ungmennabækur á ensku hjá bandaríska útgáfurisanum Simon & Schuster. Bækurnar voru þýddar á fimm tungumál og hafa hlotið ýmsar viðurkenningar, bæði innan Bandaríkjanna og utan.

Á síðastliðnum árum hefur Hulda einkum skrifað í félagi við Arndísi Þórarinsdóttur. Fyrsta sameiginlega bók þeirra, Blokkin á heimsenda, kom út árið 2020 og hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur og Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka en hún var auk þess tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Útgáfuréttur bókarinnar hefur verið seldur til níu landa og árið 2024 var hún tilnefnd til Þýsku barnabókaverðlaunanna (Deutschen Jugendliteraturpreis ) í flokki skáldverka fyrir börn. Önnur bók Huldu og Arndísar, Mömmuskipti kom út árið 2023 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Árið 2025 kom svo út fyrsta bók þeirra fyrir fullorðna, gamansama glæpasagan Morð og messufall.

Bækur eftir höfund

Mord_og_Messufall_72pt
Morð og messufall
2.990 kr.4.290 kr.
Mommuskipti_IslBom
Mömmuskipti
2.990 kr.5.490 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning