Forlagið er eitt stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Það gefur út bækur undir merkjum JPV, Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Ókeibóka og Iðunnar og rekur einnig metnaðarfulla kortaútgáfu. Hjá Forlaginu koma út um 150 nýir titlar ár hvert; bækur af öllu tagi og gerðum og á ýmsum tungumálum.

Forlagið var stofnað árið 2007 og eigandi þess er bókmenntafélagið Mál og menning.

Þar er einnig rekin Réttindastofa Forlagsins sem selur útgáfurétt af íslenskum bókum til erlendra útgefenda. Hjá Forlaginu starfa rúmlega 40 starfsmenn og einn köttur – þróunarstjórinn Nói.

Forlagið rekur tvær bókabúðir, auk vefverslunarinnar á þessari síðu.

Bókabúð Forlagsins
Bókabúð Forlagsins er til húsa á Fiskislóð 39 á Grandanum í Reykjavík. Þar má finna bækur allra helstu útgefenda á Íslandi – og ekki bara þær nýjustu heldur verulegt magn eldri titla. Á Fiskislóðinni er nægt pláss og andrými fyrir allar tegundir bóka og þær fást á kostakjörum. Í september er þar haldinn veglegur bókamarkaður. Verslunarstjórinn á Fiskislóð er Héðinn Finnsson.

hedinn@forlagid.is S: 575 5636

Opnunartími Mánudaga til föstudaga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16

Skrifstofur Forlagsins
Skrifstofur Forlagsins eru til húsa á Bræðraborgarstíg í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar er einnig lítil verslun með nýjustu titlunum sem út koma undir merkjum Forlagsins. Bræðraborgarstígur 7, 101 Reykjavík Kt: 600201-2390 , VSK nr: 70372

forlagid@forlagid.is S: 575 5600 F: 575 5601

Opnunartími Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-17. Föstudaga frá kl. 9:30-17.

Þróunarstjóri Forlagsins, kötturinn Nói.

Bókabúð Forlagsins, Fiskislóð 39

Skrifstofur Forlagsins, Bræðarborgarstíg 7.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virka daga 10-18
Laugardaga 11-17
Sunnudaga 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

nýskráning

INNskráning

Nýskráning