Heimili höfundanna

Sævar Helgi Bragason
Sævar Helgi Bragason
Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, er fæddur í Reykjavík 17. apríl 1984. Hann lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og B.Sc. gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands. Sævar hefur starfað við vísindamiðlun hjá Háskóla Íslands, kennt stjarnvísindi í framhaldsskólum, í Háskóla unga fólksins, Háskólalestinni og Vísindasmiðjunni. Hann er einnig tíður gestur í ýmsum fjölmiðlum þegar rætt er um vísindi og vorið 2019 var Sævar umsjónarmaður vinsælla þátta um umhverfismál, Hvað höfum við gert?, sem sýndir voru á RÚV. Sævar hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir störf sín. Árið 2014 hlaut hann viðurkenninguna Framúrskarandi ungur Íslendingur og árið 2016 hlaut hann viðurkenningu frá Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi vísindamiðlun. Sævar hafði einnig umsjón með einu stærsta vísindamiðlunarverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi, þegar öllum nemendum og kennurum á Íslandi voru færð sérstök gleraugu til að fylgjast með sólmyrkvanum 20. mars 2015. Síðar sama ár kom út bókin Vísindabók Villa: Geimurinn og geimferðir sem hann skrifaði ásamt Vilhelm Anton Jónssyni. Síðan þá hefur Sævar hefur skrifað nokkrar bækur um stjörnufræði og önnur vísindi tengd geimnum. Árið 2016 sendi hann þjóðina út að skoða stjörnurnar þegar bókin Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna kom út og árið 2017 beindi hann sjónum okkar að geimverum í bókinni Geimverur – Leitin að lífi í geimnum. Árið 2018 kom út hin bráðnauðsynlega og fróðlega Svarthol – Hvað gerist ef ég dett ofan í?

Bækur eftir höfund

Hamfarir_72_tilnefning
Vísindalæsi: Hamfarir
1.990 kr.4.290 kr.
UPS_72
Vísindalæsi: ÚPS! Mistök sem breyttu heiminum
1.990 kr.4.290 kr.
Umhverfid_72
Vísindalæsi: Umhverfið
1.990 kr.4.290 kr.
Solkerfid_72
Vísindalæsi: Sólkerfið
1.990 kr.3.990 kr.
Svarthol - Sævar Helgi Bragason
Svarthol - hvað gerist ef ég dett ofan í?
1.990 kr.4.690 kr.
Geimverur
Geimverur - Leitin að lífi í geimnum
5.190 kr.
Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna
Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna
4.990 kr.
Vísindabók Villa: Geimurinn
Vísindabók Villa - geimurinn og geimferðir
5.290 kr.
Viltu vita meira um Jörðina
Viltu vita meira um Jörðina?
3.290 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning