Þú ert hér://Rangstæður í Reykjavík: Fótboltasagan mikla #3

Rangstæður í Reykjavík: Fótboltasagan mikla #3

Höfundur: Gunnar Helgason

Varstu að deyja úr spennu yfir Víti í Vestmannaeyjum? Og varstu með hjartað í buxunum þegar þú lagðir frá þér Aukaspyrnu á Akureyri? Þá er þetta bókin fyrir þig! Hvað varð um Ívar? Fór Eivör í atvinnumennskuna? Hvar í veröldinni er Rósa?

Jón Jónsson og félagar hans eru komnir á ReyCup ásamt stelpum og strákum í 3. og 4. flokki frá öllu landinu og meira að segja frá útlöndum! Þar ríkir gríðarleg spenna og strákarnir komast að því að rangstöðureglur eru flóknar, bæði í fótboltanum og lífinu sjálfu.

Gunnar Helgason hefur um  árabil getið sér gott orð fyrir  barnaefni af ýmsu tagi. Bækurnar  hans um fótboltastrákinn Jón Jónsson  hafa vakið bókaorminn í þúsundum  lesenda á öllum aldri.

Rán Flygenring teiknaði myndirnar í bókinni.

 

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 315 2013 Verð 2.590 kr.
Rafbók - 2017 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / /

4 umsagnir um Rangstæður í Reykjavík: Fótboltasagan mikla #3

 1. Nanna Rögnvaldardóttir


  „Sagan er einmitt í hröðum takti og æsingurinn kallast hressilega á við hormónaglæði aldursskeiðsins sem um er rætt … Hress, einlæg og bráðfyndin unglingabók. Fær lesendur til að hlæja en einnig til að velta fyrir sér alvörumálefnum.“
  Halla Þórlaug Óskarsdóttir / Fréttablaðið

 2. Nanna Rögnvaldardóttir


  „Fótboltabækurnar þrjár eftir Gunnar Helgason eru glæsilegt „hatt-trikk“ svo mállýska úr sportinu sé notuð, og það er til marks um hversu vel lukkast hér sem fyrr að 11 ára fótboltapeyi og pabbi hans voru jafnspenntir að klára þessa bók. Hún er framúrskarandi fín.“
  Jón Agnar Ólason / Morgunblaðið

 3. Nanna Rögnvaldardóttir

  „Ekki er að efa að þessi nýja bók muni einnig slá í gegn hjá strákum og stelpum sem áhuga hafa á fótbolta.“
  Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið

 4. Nanna Rögnvaldardóttir

  „Eins og titillinn gefur til kynna fjallar Rangstæður í Reykjavík alveg heilan helling um fótbolta en hún fjallar samt líka um margt fleira og er hiklaust hægt að mæla með henni við alla lesendur átta ára og upp úr, líka þá sem hafa engan áhuga á fótbolta.“
  María Bjarkadóttir / Bókmenntaborgin.is

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *