Íslenska kraftaverkið: á bak við tjöldin

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2018 224 1.690 kr.
spinner

Íslenska kraftaverkið: á bak við tjöldin

1.690 kr.

Íslenska kraftaverkið: á bak við tjöldin
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2018 224 1.690 kr.
spinner

Um bókina

Íslenska landsliðið vakti heimsathygli með frammistöðu sinni á EM í Frakklandi árið 2016. Og ekki minnkaði undrunin þegar liðið endaði á toppnum í ógnarsterkum riðli í forkeppni HM í Rússlandi. Hvernig var þetta hægt? Með leikmenn sem flestir voru í lítt þekktum liðum og þjálfarinn tannlæknir í hlutastarfi!

Í þessari áhugaverðu og skemmtilegu bók gefst einstakt tækifæri til að skyggnast baksviðs hjá íslenska landsliðinu, og kynnast „strákunum okkar“ í sigrum og ósigrum, gleði þeirra og sorgum, hjátrú og hefðum, fá innsýn í líf atvinnumannsins – og aðferðir þjálfaranna Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. Auk þess er hér að finna ljósmyndir að tjaldabaki sem hvergi hafa birst áður.

Þorgrímur Þráinsson á að baki langan knattspyrnuferil en hefur líka verið starfsmaður landsliðsins í meira en áratug. Hann gjörþekkir strákana í liðinu, á trúnað þeirra og segir söguna á bak við ævintýrið af innsæi, húmor og leiftrandi sagnagleði.“

INNskráning

Nýskráning