Heimili höfundanna

Pressebild_joachim-bschmidt_cfoto-eva-schram-diogenes-verlag_72dpi
Joachim B. Schmidt
Joachim B. Schmidt er fæddur í Sviss 1981, ólst upp á bóndabæ í Cazis í Ölpunum og lauk námi sem tækniteknari 2002. Hann útskrifaðist sem blaðamaður frá EB-Zürich 2006. Joachim kom fyrst til Íslands fimmtán ára gamall og tók þá strax ástfóstri við landið. Hann hefur haft fasta búsetu á Íslandi síðan 2007 og verið rithöfundur í fullu starfi síðan 2020. Árið 2010 vann Joachim smásagnasamkeppnina (Blick am Abend og Thalia "Grosse Sehnsucht Schreiben") með sögunni Stoffel wartet en hátt í 3.500 höfundar tóku þátt í keppninni. 2013 kom fyrsta skáldsaga hans, In Küstennähe, út. Am Tisch sitzt ein Soldat fylgdi í kjölfarið ári síðar og Moosflüstern 2017. Skáldsagan Kalmann sem kom út hjá Diogenes og Forlaginu árið 2020 hefur náð inn á metsölulista Der Spiegel og verið gefin út á rúmum tug tungumála. Tell, sem kom út árið 2022, fékk bókmenntaverðlaunin Bündner Literaturpreis. Skáldsögur Joachims gerast flestar á Íslandi. Sú nýjasta, Kalmann og fjallið sem svaf, gerist að mestu leyti á Raufarhöfn og hefur fengið góða dóma í þýskumælandi löndum. Joachim býr í Reykjavík, er giftur íslenskri konu og eiga þau tvö börn.

Bækur eftir höfund

No results found.

INNskráning

Nýskráning