Þú ert hér://Kristín Steinsdóttir
Kristín Steinsdóttir

Kristín Steinsdóttir

Kristín Steinsdóttir er fædd 11. mars 1946. Hún lauk stúdentsprófi frá MA árið 1967 og kennaraprófi frá Kennaraskólanum ári síðar. Hún lagði stund á dönsku og danskar bókmenntir  í Kaupmannahöfn og þýsku og þýskar bókmenntir í Göttingen og útskrifaðist með BA-próf í dönsku og þýskufrá HÍ árið 1981.

Kristín fékkst um árabil við kennslu en hefur sinnt ritstörfum eingöngu frá árinu 1988. Hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 1987 fyrir fyrstu bók sína, Franskbrauð með sultu. Hún hefur æ síðan verið í fremstu röð íslenskra barna- og unglingasagnahöfunda og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir barnabækur sína, m.a. Norrænu barnabókaverðlaunin árið 2003 fyrir Engil í Vesturbænum.

Kristín hefur jafnframt skrifað skáldsögur fyrir fullorðna sem notið hafa mikillar hylli, m.a. var bókin Á eign vegum tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2008, og fyrir Ljósu, sem kom út 2010, hlaut Kristín bæði Menningarverðlaun DV og Fjöruverðlaunin.