Höfundur: Kristín Steinsdóttir

Í blokk einni í vesturbænum býr Askur með mömmu sinni. Flestir halda að þar búa bara ósköp venjulegt fólk en hann veit betur. Þarna er varúlfur, Lína Langsokkur, veiðimaður, silfurskotta, já og engill …

Engill í vesturbænum eftir Kristínu Steinsdóttur með myndum Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur og grafískri hönnun Sigrúnar Sigvaldadóttur sló í gegn þegar hún kom út og hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin 2003. Áður hafði bókin fengið Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur, Vorvinda IBBY á Íslandi og Dimmalimm – íslensku myndskreytiverðlaunin. Bókin hefur komið út á tíu tungumálum og hvarvetna hlotið athygli.

Halla Sólveig Þorgeirsdóttir myndlýsti.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 76 mínútur að lengd. Höfundur les.