Heimili höfundanna

Áslaug Jónsdóttir
Áslaug Jónsdóttir
Áslaug Jónsdóttir er fædd árið 1963 á bænum Melaleiti í Melasveit í Borgarfirði. Hún stundaði nám við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist frá Listiðnaðarskólanum í Kaupmannahöfn (Skolen for Brugskunst – Danmarks designskole) árið 1989. Áslaug hefur starfað sem myndhöfundur, grafískur hönnuður, rithöfundur og myndlistarmaður frá því hún lauk námi. Hún hefur skrifað og myndlýst fjölda barnabóka og tekið þátt í samsýningum, bæði hérlendis og erlendis, skrifað leikgerðir upp úr bókum sínum og sent frá sér ljóðabækur og bókverk. Stílhreinar og tjáningarríkar myndir Áslaugar og skemmtilegir textar hafa skilað henni fjölda viðurkenninga. Áslaug hefur tvisvar fengið Dimmalimm, íslensku myndlýsingaverðlaunin og árið 2002 hlaut hún, ásamt Andra Snæ Magnasyni, Barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins fyrir Söguna af Bláa hnettinum. Þá hefur söguflokkurinn um Skrímslin, sem hún hefur unnið ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal, farið sigurför um heiminn og komið út á fjölmörgum tungumálum, en Skrímsli í vanda hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2017 í flokki barna og ungmennabóka. Áslaug hefur þrisvar sinnum verið tilnefnd á heiðurslista alþjóðlegu IBBY-samtakanna og verið tilefnd af Íslands hálfu til Norrænu barnabókaverðlaunanna, Norrænu leikskáldaverðlaunanna, ALMA-verðlaunanna (Astrid Lindgren Memorial Award), H.C. Andersen-verðlaunanna og Verðlauna Norðurlandaráðs. Þá hefur hún hlotið Grímuna, Íslensku leiklistarverðlaunin, viðurkenningu úr Bókasafnssjóði höfunda og Viðurkenningu Barnabókaráðsins, Íslandsdeildar IBBY. Skrímslaveisla, ellefta bókin í röðinni um skrímslin, kom út árið 2024. Í upphafi árs 2025 hlaut Áslaug viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins. Í rökstuðningi dómnefndar kom meðal annars fram: „Viðurkenninguna hlýtur Áslaug fyrir fjölbreytt verk sín og framlag til íslenskra bókmennta, barnamenningar og myndlistar. Áslaug er fjölhæfur listamaður en auk þess að skrifa bækur sem eiga sér aðdáendur á öllum aldri, hérlendis og víða um veröld, er hún mikilvirkur myndskreytir og hönnuður. Hugkvæmni, húmor og virðing fyrir fjölbreytileika alls lífs eru ákveðin leiðarstef í höfundaverki Áslaugar. Af skrifum hennar má margt gott og gagnlegt læra, en líka hrífast, verða hissa og hugsa hluti upp á nýtt.“

Bækur eftir höfund

M11 SkrimslaVEISLA 2024 IslCOVER.indd
Skrímslaveisla
4.490 kr.
Allt-annar-handleggur-KAPA-forsida-WEB
Allt annar handleggur
3.990 kr.
TilMinnis_72
Til minnis
4.290 kr.
Skrímsli í heimsókn
Skrímsli í heimsókn
3.390 kr.
Skrimslaleikur_72
Skrímslaleikur
3.490 kr.
Sagan af bláa hnettinum_minni
Sagan af bláa hnettinum
1.690 kr.3.490 kr.
Sjáðu!
Sjáðu!
3.490 kr.
Skrimsli í vanda
Skrímsli í vanda
3.190 kr.
Nei sagði litla skrímsli
Nei sagði litla skrímslið
3.190 kr.
Ég vil fisk eftir Áslaugu Jónsdóttur
Ég vil fisk!
2.990 kr.
Skrímsli í myrkrinu
Skrímsli í myrkrinu
3.190 kr.
Skrímsli á toppnum
Skrímsli á toppnum
2.790 kr.
Stór skrímsli gráta ekki
Stór skrímsli gráta ekki
2.690 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning