Þú ert hér://Skrímsli í myrkrinu

Skrímsli í myrkrinu

Höfundar: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler, Rakel Helmsdal

Skrímsli í myrkrinu er þriðja bókin um litla og stóra skrímslið sem notið hafa mikilla vinsælda. Hér segir frá því þegar myrkfælni grípur litla skrímslið og það leitar til stóra skrímslisins. Stóra skrímslið er jafnsannfært og það litla um að það sé hugrakkt og óttalaust – alveg þangað til skrýtið hljóð berst utan úr myrkrinu. Þá kemur í ljós að jafnvel stór skrímsli geta verið hrædd!

Verð 3.100 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin - 2007 Verð 3.100 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: /

2 umsagnir um Skrímsli í myrkrinu

  1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

    „Skrímsli sem hitta í mark … Fáar en mergjaðar textalínur og skýrar og vel uppbyggðar myndir sameinast í einfaldri en æsispennandi sögu.“
    Upsala Nya Tidning

  2. Kristrún Heiða Hauksdóttir

    „Bókin fjallar svo um hvernig óttinn vindur upp á sig; hvernig litla skrímslið verður rólegra þegar stóra hugrakka skrímslið birtist og róar litla skrímslið og hvernig þau verða bæði hrædd við ófreskjuna og finna leið til að hræða hana burtu. Þau eru skemmtilega mannleg og myndirnar lifandi … Eitt það besta við bókina er hvernig kötturinn sem öllum óttanum veldur er sýndur á myndunum án þess að minnst sé á hann í textanum og þannig komið í veg fyrir mikinn ótta þeirra yngstu. Bókin er fyrirtaks góð til að lesa fyrir lítil kríli og spjalla um fyrir svefninn.“
    Hrund Ólafsdóttir / Morgunblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sömu höfunda