Heimili höfundanna

Sölvi Björn Sigurðsson
Sölvi Björn Sigurðsson
Sölvi Björn Sigurðsson er fæddur á Selfossi árið 1978. Hann er stúdent frá MR, lærði frönsku í Montpellier og París og lauk BA-prófi í íslensku og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2002, síðan einnig mastersprófi í útgáfufræðum frá Stirling-háskóla í Skotlandi 2005. Hann hefur fengist við ýmis störf en einkum sinnt ritstörfum af ýmsum toga, m.a. fengist við ritstjórn og þýðingar auk þess að skrifa skáldsögur og ljóð. Fyrsta frumsamda bók Sölva Björns var ljóðabókin Ást og frelsi sem kom út árið 2000, og fyrsta skáldsaga hans, Radíó Selfoss, kom út árið 2003. Síðan hefur hann jöfnum höndum sent frá sér ljóð og skáldsögur en hann hefur einnig skrifað fræðibækur um stangveiðar, veiðimenn og veiðisögur. Meðal ritstjórnarverka hans er safnritið Ljóð ungra skálda sem kom út árið 2001 en þar fetaði hann í fótspor Magnúsar Ásgeirssonar sem ritstýrði frægri bók með sama nafni árið 1954. Sölvi hefur hlotið verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins og árið 2013 hlaut hann Menningarverðlaun DV fyrir bækurnar Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók, einnig var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir sömu bækur. Þá hefur hann þýtt ljóð, leikrit, skáldsögur og smásögur úr ensku og frönsku og í tvígang verið tilnefndur til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Bækur eftir Sölva hafa komið út í enskum og dönskum þýðingum.

Bækur eftir höfund

melankólía vaknar
Melankólía vaknar
6.890 kr.
anatómía fiskanna
Anatómía fiskanna
5.190 kr.
kóperníka
Kóperníka
5.690 kr.
Selta: apókrýfa úr ævi landlæknis
Selta: apókrýfa úr ævi landlæknis
3.290 kr.5.990 kr.
Undir sumarhimni - sögur af veiðiskap
Undir sumarhimni - sögur af veiðiskap
3.390 kr.
Blómið eftir Sölva Björn Sigurðsson
Blómið - saga um glæp
990 kr.3.490 kr.
attachment-629722
Stangveiðar á Íslandi og Íslensk Vatnabók
13.990 kr.
attachment-618657
Gestakomur í Sauðlauksdal
890 kr.
attachment-606762
Síðustu dagar móður minnar
890 kr.
attachment-10653
Fljótandi heimur
2.065 kr.
attachment-11504
Gleðileikurinn djöfullegi
2.180 kr.
attachment-11506
Radíó Selfoss
1.650 kr.
attachment-10619
Sonnettur
2.180 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning