Heimili höfundanna

Unnur_Jokulsdottir_sh@arni_einarsson
Unnur Jökulsdóttir
Unnur Þóra Jökulsdóttir er fædd 1955 og ólst upp í Flóanum og í Reykjavík. Eftir stúdentspróf frá MR lagðist hún í ferðalög og sigldi meðal annars um heimsins höf í fimm ár á skútunni Kríu. Unnur hefur stundað ýmis störf og getið sér einkar gott orð fyrir ritstörf. Fyrsta bók Unnar var ferðabókin Kjölfar Kríunnar – á skútu um heimsins höf, sem kom út 1989, og fjórum árum seinna fylgdi Kría siglir um Suðurhöf, en bækurnar tvær skrifaði hún í félagi við Þorbjörn Magnússon. Þar var lýst ævintýralegum siglingum þeirra og ferðum um framandi slóðir og bækurnar nutu fádæma vinsælda. Unnur hefur skrifað fleiri vinsælar bækur um náttúru, fólk og ferðalög; hún hefur skrifað um íslenskt hverdagsfólk og huldufólk og samið texta í ljósmyndabækur. Enn fremur hefur hún sent frá sér barnabók. Flestar Íslandsbækur Unnar hafa komið út á fleiri tungumálum en íslensku. Árið 2017 kom út bókin Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk, þar sem Unnur lýsir undraheimum Mývatns og Mývatnssveitar; segir frá náttúrufari svæðisins, mannlífi og landslagi af brennandi áhuga og væntumþykju, en hún hefur dvalið mikið við Mývatn. Bókin er í senn fræðandi og fallega skrifuð og fékk geysigóðar viðtökur. Fyrir hana vann Unnur bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita og Fjöruverðlaunanna í sama flokki. Þá hlaut hún einnig tilnefningu til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir Undur Mývatns.

Bækur eftir höfund

Icelanders þýsk
Isländer - small format
2.290 kr.
Icelanders frönsk
Islandais - mini
2.290 kr.
Icelanders
Icelanders - small format
2.290 kr.
attachment-623949
L´Islande - Éclat et magnifice
3.790 kr.
attachment-605808
Island - in all seiner Pracht
3.790 kr.
attachment-605803
Iceland - in all its Splendour
3.790 kr.
attachment-605800
Ísland í allri sinni dýrð
3.790 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning