Þórdís Þorgeirsdóttir fæddist í lágum torfkofa austur á landi á 18. öld, öld hjátrúar og hindurvitna. Afdrif hennar urðu efni í grimmilega þjóðsögu. En hver var hún, stúlkan sem sagan nefnir Bjarna-Dísu?

Hér fær Dísa sjálf orðið, bláfátæk en lífsglöð stúlka sem stritar frá barnæsku til að hafa í sig og á. Daginn sem hún heldur upp á heiði ásamt Bjarna bróður sínum er vonskuveður en skyldan kallar, þau eru vinnuhjú og þurfa að standa sig. Á ískaldri heiðinni bíða Þeirra átök við öfl náttúru og myrkurs …

Kristín Steinsdóttir hlaut einróma lof fyrir seinustu skáldsögu sína, Ljósu, sem hefur notið geysimikilla vinsælda. Hér segir Kristín sögu annarrar konu úr fortíðinni sem ekki hefur átt sér málsvara fyrr.

Nálgast má kennsluleiðbeiningar með bókinni á kennarasvæði Forlagsins.