Þú ert hér://Hildur Knútsdóttir
Hildur Knútsdóttir

Hildur Knútsdóttir

Hildur Knútsdóttir fæddist 16. júní 1984. Eftir stúdentspróf var hún sjálfboðaliði í Gvatemala og ferðaðist um Suður-Ameríku. Hún bjó veturlangt í Berlín og dvaldi eitt ár á Tavían og lærði kínversku við Cheng Chi-háskólann í Taipei. Haustið 2010 lauk hún BA-prófi í ritlist frá Háskóla Íslands.

Hildur skrifar bæði fyrir börn og fullorðna. Fyrsta skáldsaga hennar, Sláttur, kom út árið 2011 og árið eftir kom Spádómurinn. Hrollvekjandi unglingasagan Vetrarfrí  kom út 2015 og framhald hennar er Vetrarhörkur (2016). Fyrir Vetrarfrí hlaut Hildur Fjöruverðlaunin og bókin var tilnefnd til bæði Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Fyrir Vetrarhörkur hlaut Hildur Íslensku bókmenntaverðlaunin 2016.