Heimili höfundanna

Margrét Tryggvadóttir
Margrét Tryggvadóttir

Margrét Tryggvadóttir, fædd 1972, er bókmenntafræðingur, með MA-próf í menningarstjórnun og f.v. alþingismaður. Bækur hennar Íslandsbók barnanna og Skoðum myndlist hlutu Fjöruverðlaunin – Bókmenntaverðlaun kvenna. Íslandsbók barnanna var auk þess tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka og fyrir hana var Margrét tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur. Þau verðlaun hlaut samhöfundur hennar, Linda Ólafsdóttir, fyrir myndirnar í bókinni. Margrét hlaut, ásamt Halldóri Baldurssyni, Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bók þeirra Söguna af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar árið 2006.

Margrét skráði upplifun sína af setu á Alþingi í bókina Útistöður (2014) og hún hefur einnig ritað greinar og bókarhluta um sérsvið sín.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning