Árbók 2023 – Flóinn, milli Ölfusár og Þjórsár

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2024 303 9.090 kr.
spinner

Árbók 2023 – Flóinn, milli Ölfusár og Þjórsár

9.090 kr.

arbok
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2024 303 9.090 kr.
spinner

Um bókina

Árbók Ferðafélags Íslands kemur nú út nítugasta og sjötta árið í röð. Eins og titill bókarinnar, Flóinn – milli Ölfusár og Þjórsár, gefur til kynna er fjallað um undirlendi Árnessýslu sem markast nokkurn veginn af Ölfusá í vestri, Hvítá í norðri, Þjórsá í austri og strandlengjunni milli árósanna í suðri.

Lesendur kynnast svæðinu með því að þræða hina sjö fornu hreppa Flóans undir leiðsögn höfundanna sem lýsa því sem fyrir augu ber og rifja upp söguna.

Meginhluta bókarinnar skrifa Inga Lára Baldvinsdóttir sagnfræðingur og Magnús Karel Hannesson kennari og fyrrverandi oddviti, bæði búsett á Eyrarbakka. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur á Stokkseyri skrifar um náttúrufar svæðisins og er höfundur flestra ljósmynda. Þó að Flóinn sé ekki rismikill leynir hann á sér með fallegri og forvitnilegri náttúru. Héraðið hefur frá upphafi verið fjölbýlt og söguríkt. Frá öllu þessu greina höfundar skilmerkilega í máli og myndum og Guðmundur Ó. Ingvarsson fyllir upp í með uppdráttum og skýringarmyndum.

Bókin er 303 blaðsíður með 321 mynd og 22 kortum og línuritum. Daníel Bergmann annaðist umbrot og myndvinnslu. Bókin er litprentuð með heimildaskrá ásamt örnefna- og mannanafnaskrám. Í bókarlok er greint frá starfi FÍ og deilda þess á landsbyggðinni á árinu 2022.

Bókinni ritstýrði Gísli Már Gíslason með dyggri aðstoð Guðrúnar Kvaran og Eiríks Þormóðssonar.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Árbók 2023 – Flóinn, milli Ölfusár og Þjórsár”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning