Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Harmsögur af heimskautasvæðum
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2023 | 370 |
|
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2023 | 370 |
|
Um bókina
Könnunarsaga heimskautasvæðanna er heillandi blanda hugprýði, ofdirfsku og fáfræði. Heimskautafararnir héldu út til ystu marka hins þekkta heims í leit að heiðri, frægð og auðæfum. En margir sneru aldrei til baka.
Í þessari frábæru bók er brugðið ljósi á harmleiki og leyndardóma frægra leiðangra á heimskautasvæðin. Hvernig gat norskur sjómaður orðið stjórnandi dansks norðurslóðaleiðangurs sem endaði með skelfingu? Var það satt að breskir heiðursmenn hefðu breyst í frumstæðar mannætur á heimskautssvæðum Kanada? Hvað með Bandaríkjamennina sem ætluðu að láta sig reka í ísnum til Norðurpólsins og selja dagblöð í leiðinni? Var hinn sænski Andrée ekki með öllum mjalla eða snillingur þegar hann sveif af stað í loftbelg til Norðurpólsins með alfræðiorðabækur og kampavín í farteskinu? Hvað gekk á þegar Norðmaðurinn Amundsen og Bretinn Scott kepptu upp á líf og dauða um að verða fyrstir á Suðurpólinn?
Ómissandi bók fyrir alla sem hafa áhuga á útivist, mannraunum og sögu.
ODD HARALD HAUGE (1956) er viðsiptafræðingur að mennt og þekktur norskur útivistarmaður. Hann starfaði um langt árabil sem blaðamaður og ritstjóri viðskiptablaða í Noregi, stundaði verðbréfaviðskipti og stofnaði og stýrði m.a. fyrsta netfjölmiðli Noregs. Hauge hefur klifið Mount Everest, gengið þrisvar á skíðum yfir Grænlandsjökul og farið á norður- og suðurpólinn. Hann hefur sent frá sér fjölda bóka; ævisögur, ferðasögur og spennusögur, sem fengið hafa afbragðs viðtökur.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar